EN

Forritari.is


Fyrir nokkrum mánuðum þá setti ég í loftið vefsíðuna Forritari.is þar sem ætlunin var að öll forritunarnámskeið sem ég hef verið að sinna í fjarkennslu myndu frekar búa þar heldur en að ég myndi nýta kennslukerfið Canvas. Kosturinn við að hafa sér síðu er að ég get breytt henni eins og mér sýnist í stað þess að aðlaga mig að öðrum hugbúnaði. Til dæmis bætti ég við leið til að fólk geti hakað við þegar það hefur lokið tilteknum hluta og þá mun kerfið muna eftir því. Einnig prófaði ég að hafa innskráningarkerfið þannig að notendur þurfa ekki að muna nein lykilorð heldur fer innskráningin fram eingöngu í gegnum tölvupóst.

Ég sá líka fyrir mér að þessi síða gæti innihaldið opið efni sem er ekki lokað bak við innskráningu. Sem dæmi mætti nefna greinar og myndbönd sem myndu fjalla um mismunandi viðfangsefni tengd forritun.