EN

Prótó.is


Fyrir nokkrum vikum þá setti ég í loftið vefsíðuna Prótó.is.

Það eru svo margir sem vilja búa eitthvað til en gera það svo aldrei. Hvað ef það er til vettvangur fyrir akkúrat þetta, sem hvetur fólk til að taka fyrsta skrefið sama hver hugmyndin er.

Ég hef lengi velt fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sameiginlegt milli mismunandi skapandi greina. Hvort sé hægt að skipta upp sköpunarferlinu á eins máta óháð því hvað er verið að fást við. Mín tilraun til þess er að búa til platform þar sem þátttakendur nýta frítímann sinn í einn mánuð til að skapa.